Hluteign er fjártæknifélag sem vill umbreyta peningum í fermetra.
Þannig gætir þú ákveðið að fjárfesta í völdum fasteignum fyrir þá upphæð sem hentar þér og eignast hluta í þeim í samræmi við það fjármagn sem þú lagðir út.
Af hverju að breyta peningum í fermetra?
Öll sem hafa eða eru að reyna að kaupa fasteign vita að það er alls ekki á allra valdi. Fasteignaverð hefur undanfarin 25 ár hækkað að meðaltali um 9.6% meðan peningar sem bíða þess, spenntir, að umbreytast í fermetra sitja inn á bankabók með um 5% ávöxtun.
Því er hætt við að fólk nái ekki að koma sér inn á síhækkandi fasteignamarkað. Með aðkomu Hluteignar gefst fleirum kostur á að umbreyta peningum í fermetra og þar með látið spariféð elta hækkun fasteignaverðs.
Starfsemin
Við bindum vonir við að ljúka smíðum og að Hluteign verði orðin fokheld sem allra fyrst. Unnið er hörðum höndum að því að fá öll tilskilin rekstrar- og starfsleyfi til þess að geta hafið rekstur.
Stjórn Hluteignar
Starfsmenn
Fagráð
Samstarfssaðilar
Spurt og svarað
Hér geturðu séð svör við algengum spurningum. Einnig er hægt að senda okkur fyrirspurn ef eitthvað sérstakt er ósvarað, við uppfærum svo listann hér eins og unnt er.
Hvernig lýsir eignarhluturinn sér?
Stutta svarið er að hver og einn aðili mun halda á eignarhluta í samræmi við það fjármagn sem viðkomandi leggur út fyrir. Ekki ósvipað því og þegar pör kaupa eign og eru skráð með 50% hluta hvor.
Stutta svarið er að hver og einn aðili mun halda á eignarhluta í samræmi við það fjármagn sem viðkomandi leggur út fyrir. Ekki ósvipað því og þegar pör kaupa eign og eru skráð með 50% hluta hvor.
Hverjir standa á bak við þetta verkefni?
Félögin Jökulá ehf og Net3 ehf auk fjárfesta sem tilgreindir verða þegar nær dregur opnun.
Félögin Jökulá ehf og Net3 ehf auk fjárfesta sem tilgreindir verða þegar nær dregur opnun.
Hvernig getur maður byrjað að leigja íbúð hjá ykkur?
Hægt er að sækja um með því að smella 
Hægt er að sækja um með því að smella