Hagkvæmasta
leiguverð landsins?
Markmið Hluteignar er að leiða saman fjármagnseigendur og leigjendur. Með því að hafa ekki áhvílandi fasteignalán á svimandi háum vöxtum er hægt að bjóða leigjendum hagkvæmari kjör og aukið leiguöryggi.
Sækja um sem leigjandi
Sækja um sem leigjandi
00
dagar
00
klst
00
mín
00
Sek
00
dagar
00
klst
00
mín
00
Sek
Af hverju er okkur annt um leiguöryggi?
Við teljum að hægt sé að stunda arðbæran rekstur án þess að leigjendur þurfi að lifa milli vonar og ótta um hvort leigusamningur þeirra verði endurnýjaður og þá á hvaða kjörum. Það getur verið erfitt að stofna fjölskyldu, senda börn í skóla og skjóta niður rótum í slíkri óvissu. Aukið húsnæðisöryggi leigjenda minnkar rót og eykur stöðugleika eigenda. Þannig ætlum við að reyna að gera okkar besta til að stokka upp í þessum staðnaða markaði og reyna að koma á fyrirkomulagi sem hagnast öllum. Hluteigendum jafnt sem leigjendum.
Sækja um sem leigjandi
Sækja um sem leigjandi
00
dagar
00
klst
00
mín
00
Sek
00
dagar
00
klst
00
mín
00
Sek
Leigugreiðsla
Almennt leigufélag
325.000 kr.20% afsláttur
á mánuði
En af hverju er leiga svona há hjá hefðbundnum leigufélögum?
Til einföldunar er miðast við að meðal verð fasteigna sé um 77 m.kr. Ef viðkomandi eign er með 85% láni á núverandi vöxtum frá viðskiptabönkunum er greiðslubyrði af slíku láni er á bilinu 210.000 - 277.000 kr. eftir því hvaða lánafyrirkomulag er valið.
Ofan á þær greiðslur bætast svo við fasteignagjöld, brunatryggingar, hússjóður og viðhald eignar sem ætla má að hlaupi á tugum ef ekki hundruðum þúsund króna, eftir ástandi eignar. Engar smá upphæðir!
Með því að fjármagna fasteignir í gegnum Hluteign eru engin áhvílandi lán á fasteignum eða fasteignasafni. Hluteigendur fá ekki vexti á fjármagn sitt eins og venjan er hjá hefðbundnum lánastofnunum heldur njóta þeir góðs af hækkun fasteignaverðs, sem er að meðaltali 9.42% á ári s.l. 25 ár samkvæmt Hagstofu Íslands. Þannig eru Hluteigendur ekki einungis að ávaxta fjármagn sitt á öruggan og arðbæran hátt heldur stuðla þeir að auknu framboði leigueigna og bættum lífskjörum.
Hversu mikið hagkvæmari?
Með því að taka út vaxtagreiðslur og kostnað við fjármögnun fasteigna er stefnt að því að bjóða allt að 20% lægri leigugreiðslur en á sambærilegum fasteignum á almennum markaði. Við undirstrikum þó að það er háð því að við náum þeirri stærðar- og rekstrarhagkvæmni sem við stefnum á. Þetta er markmiðið okkar - þangað stefnum við.
Leigjendum verður sömuleiðis boðið upp á margskonar aðrar nýjungar, aukna þjónustu sem og sparnað á föstum liðum. Eitt fyrir öll - öll fyrir eitt.
Samfélagsleg ábyrgð
Hluteign miðar að því að umbreyta leigumarkaðnum og auðvelda aðgengi fólks að fasteignakaupum.Sækja um sem leigjandi
Sækja um sem leigjandi