Skilmálar Hluteignar um notkun á vefkökum.
Hluteign notar vefkökur (e. cookies) í þeim tilgangi að bæta virkni vefsvæðis með það að markmiði að bæta þjónustu við notendur. Hérna verður útskýrt hvernig þessar kökur virka og hvernig Hluteign nýtir sér þær í sinni starfsemi.
Hvað eru vefkökur?
Vefkökur eru litlar textaskrár sem er komið fyrir á tölvunni þinni eða öðrum snjalltækjum þegar vefsíða Hluteignar er heimsótt í fyrsta sinn. Þessi textaskrá er geymd á vefvafra notenda og vefurinn þekkir skrána. Þegar þú heimsækir vefsíðuna næst í sama tæki man síðan eftir þér og hvernig þú notaðir síðuna í hvert sinn sem þú heimsækir hana aftur. Þessar kökur geyma upplýsingar sem geta stuðlað að virkni vefsíðunnar og bætt upplifun notenda.
Það er stefna Hluteignar að nota þessar vefkökur með ábyrgum hætti. Hluteign notar þessar vefkökur til þess að sníða vefsvæðið að þínum þörfum, með því t.d að vinna tölfræðilegar upplýsingar, greina umferð um vefsvæðið og í markaðslegum tilgangi.
Nauðsynlegar vefkökur ( kökur fyrsta aðila )
Hluteign notar eigin vefkökur til að virkja eiginleika á vefsvæði svo hægt sé að nota það eins og til er ætlast. Þessar vefkökur eru kökur sem verða til á vefsíðu Hluteignar og eru eingöngu notaðar af Hluteign. Þessar kökur eru nauðsynlegar fyrir fulla virkni vefsíðunnar og því er ekki krafist samþykkis fyrir notkun þeirra. Svo tekið sé dæmi eru kökur sem muna eftir stillingum sem notendur kunna að hafa eða innskráningu þeirra á kerfið okkar.
Kökur þriðja aðila
Vefkökur frá þriðja aðila eru tilkomnar vegna þjónustu sem Hluteign hagnýtir. Þessar vefkökur senda upplýsingar um þig til annars vefsvæðis í eigu þriðja aðila eins og Google eða Facebook. Þessir þriðju aðilar geta einnig komið vefkökum fyrir í netvafra þínum og með þeim hætti nálgast upplýsingar um heimsóknir þínar á vefsvæði Hluteignar og jafnvel önnur vefsvæði. Þetta hjálpar okkur að bæta upplifun þína af síðunum og að álykta um hvaða efni þú hefur áhuga á að skoða. Þetta hjálpar okkur að sérsníða markaðsefni og útbúa betri auglýsingar fyrir ákveðna notendahópa.
Hvernig get ég stjórnað vefkökum?
Þú hefur rétt á því að ákveða hvort þú samþykkir kökur eða ekki. Það er hægt að eyða vefkökum með einföldum hætti og það er einnig lítið mál að loka á kökur með því að breyta stillingum á vafra. Góðar leiðbeiningar um hvernig hægt er að stilla notkun á kökum í mismunandi vöfrum má finna hér*.
Athugið að það getur komið niður á virkni síðunnar ef slökkt er á nauðsynlegum vefkökum og jafnvel gert það að verkum að þú getur ekki heimsótt vissa hluta síðunnar.
*Hluteign tekur ekki ábyrgð á því efni sem birtist á þessari síðu.
Persónuvernd
Vefkökur kunna í sumum tilfellum að safna upplýsingum sem geta talist persónuupplýsingar, eins og til dæmis IP-tölur eða gerð vafra og tækis. Upplýsingar sem fengnar eru með þessum hætti eru aldrei notaðar til þess að auðkenna þig.
Allar persónuupplýsingar sem kunna að verða til við notkun á vefkökum verða meðhöndlaðar og unnið með í samræmi við ákvæði laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Hluteign lýsir því yfir að ekki verði unnið með slíkar upplýsingar í öðrum tilgangi en að ofan greinir og upplýsingarnar verði ekki varðveittar lengur en þörf krefur miðað við tilgang vinnslu.